top of page
Dagurgegneinelt2.jpg

DAGUR GEGN EINELTI

FERÐALAGIÐ &

GJÖF TIL SKÓLA

DAGUR GEGN EINELTI

Dagur gegn einelti er haldinn þann 8. nóvember ár hvert. Markmið dagsins eru m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Dagur gegn einelti er frábær dagur til þess að minna sig á að einelti kemur okkur öllum við, börnum jafnt sem fullorðnum. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á vernd gegn ofbeldi og einelti er ein tegund ofbeldis. Því má segja að það sé skylda samfélagsins að vernda börn með því að grípa inn í eineltismál.

FERÐALAGIÐ NOTAÐ Í
BARÁTTUNNI GEGN EINELTI

Okkur hefur hlotnast sá mikli heiður að Ferðalagið hefur verið valið af Vinsamlegu samfélagi (Reykjavíkurborg) sem gjöf til skóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í borginni.

Markmið Ferðalagsins er að gefa börnum tækifæri til að ígrunda og styrkja sjálfsvitund sína og samkennd með opinni samræðu um mikilvæga hluti tengda samskiptum, heilræðum um lífið og auðvitað skemmtilegum leik.

fiverr jakobari 1 fin.png
Tilnefningamerking.png

 ÓÖRYGGI OG VÖNTUN Á HLUSTUN

Við trúum því að fólk sé gott og þar með börn líka. Þegar einelti og annað andlegt ofbeldi á sér stað er það í mörgum tilvikum ekki vegna þess að einstaklingar ætli sér að vera vondir við aðra. Stundum hefur neikvæð hegðun einfaldlega gengið of langt eða enginn gripið inn í ákveðin samskiptamunstur. Skortur á hlustun, takmörkuð geta til að setja sig í spor annarra og of mikið óöryggi eða vanlíðan getur brotist út í fyrrnefndri hegðun.

Mynd-björgum heiminum copy.jpg

STYRKLEIKAVINNA LEIÐIR TIL
STERKARI SJÁLFSVITUNDAR BARNA

Það er okkar von að styrkleikavinna í gegnum Ferðalagið og sterkari sjálfsvitund barna eigi bæði eftir að hjálpa þeim sem verða vitni að einelti að grípa inn í það eða tilkynna til viðeigandi aðila. Jafnframt að styrkja þau sem mögulega myndu grípa til fyrrnefndra neikvæðra samskipta, fá þau til að sjá sig og aðra í nýju og fallegra ljósi.

Við vonum að kennarar geti nýtt efnið vel í sinni vinnu og gjöfin verði til þess að börnin í borginni geri sér betur grein fyrir eigin ágæti. Við höfum trú á að þau eflist í öllum sínum verkefnum í kjölfarið.

Við höldum með þeim! Áfram börn!

Anchor 1

FYRIR KENNARA OG

LEIÐBEINENDUR

VEL HÆGT AÐ NÝTA EFNIÐ
Í STÆRRI HÓPUM

Vissulega var bókin ekki hugsuð upprunalega sem kennslugagn í skólastofu heldur sem samverustund foreldra og barna þeirra. Vel er þó hægt að vinna með efni hennar í stærri hópum því þó að uppsetning bókarinnar, með litríkum myndum og stórum texta, sé kannski fyrst og fremst stílað á börn, þá er innihald hennar alveg jafn viðeigandi fyrir ungmenni og jafnvel fullorðna.

8 TÍMA KENNSLUGAGN?

Forsida_thelastone.jpg

Við hvetjum ykkur til að gefa ykkur tíma til þess að lesa í gegnum leiðbeiningarnar, styrkleikakortin og bókina til þess að kynnast efninu sjálf. Í kjölfarið er t.d. hægt að hugsa bókina sem 8 tíma kennslugagn þar sem farið er í gegnum hvern kafla fyrir sig.

Með minni hópum, það er 1-4 manna hópum, væri hægt að kafa djúpt í efnið og vinna náið með hverjum og einum. Með stærri hópum væri meðal annars hægt að fara í umræður þar sem t.d. væri hægt að taka ákveðin hugtök eða styrkleika fyrir, og ræða á ýmsa vegu, frá ýmsum sjónarhornum.

 

HÆGT AÐ NÝTA EFNIÐ Á MARGA VEGU

Ferðalagið - Bókin

Efni bókarinnar má nýta með ýmsum leiðum. Í bókinni eru kynnt fjölmörg hugtök eins og hrós, hvatning, jákvæð samskipti, hugsanalestur og fleira en auðvelt er að búa til æfingar eða umræður í kringum hugtökin. Einnig væri hægt að leika sér með það að nemendur dragi ákveðin hlutverk og setji sig þannig í spor annarra. Að lokum má sérstaklega benda á efnið tengt hugarfari og þakklæti og hversu mikil áhrif það hefur á líf okkar.

Ferðalagið.jpg
Styrkleiakkort-hruga2.png

Styrkleikakortin

Styrkleikakortin má nýta á óteljandi vegu. Hægt er að fara yfir eitt orð á dag og auka þannig orðaforða og skilning. Nemendur geta svo t.d. sest í hring, skipt bunkanum á milli sín og valið orð til að gefa samnemendum sínum en þetta er æfing sem höfundur hefur margoft gert með sínum nemendum.

Annað dæmi er að nemendur gætu valið sér þrjá styrkleika og skrifað sögu þar sem allir þrír styrkleikarnir koma fram. Með þessu geta þau séð hvernig ólíkir styrkleikar nýtast á ólíka vegu. Engin styrkleiki er betri annar, það fer allt eftir aðstæðum.

Hafir þú áhuga á fleiri styrkleikaæfingum þá getur þú lesið um þær hér að neðan. Einnig er hægt að smella hér.

STYRKLEIKAÆFINGUM

HUGMYNDIR AF

Hefur þú áhuga á að nýta styrkleikakortin í kennslu, félagsstarfi eða í þínu persónulega lífi en veist ekki alveg hvar þú átt að byrja?

Jakob Ómarsson, höfundur Ferðalagsins, og nokkrir vel valdir einstaklingar hafa tekið saman æfingar sem hægt er að prófa sig áfram með. Einnig eru hugmyndir lagðar fram um hvernig nemendur/börn gætu kynnt sér alla styrkleikana og þar með lært orðin og aukið orðaforða sinn.

IMG_20210705_132612_453.jpg

FERÐALAGIÐ

VILTU VITA MEIRA UM

FERÐALAGIÐ er uppbyggileg styrkleikabók fyrir börn sem hafa áhuga að kynnast sjálfum sér og styrkleikum sínum betur. Með bókinni fylgja 63 styrkleikakort.

Ferðalagið er gagnvirk bók en það þýðir að á meðan barnið er að ferðast um kafla bókarinnar þá lærir það gagnleg hugtök, gerir áhugaverð verkefni og safnar styrkleikakortum. Í lok hvers kafla bókarinnar mun barnið opna hólf en á bak við þau eru styrkleikakort.

Höfundur bókarinnar er Jakob Ómarsson.

1200x628.jpg

FLEIRI SKRÁNINGARSPJÖLD OG ÆFINGAR

Hefur þú áhuga á að prenta út fleiri skráningarspjöld, æfingar eða samningin um órjúfanlegu reglunar sem fylgdu með Ferðalaginu. Ef svo er þá getur þú nálgast þau hér að neðan:

bottom of page