top of page
Dagurgegneinelt2.jpg

AÐ KYNNA SÉR

STYRKLEIKAKORTIN

AÐ KYNNA SÉR

STYRKLEIKAKORTIN

Í mörgum tilvikum er staðan sú að börnin þekkja ekki alveg til allra hugtaka og styrkleika sem koma fram í Ferðalaginu og á styrkleikaspjöldunum. Í því samhengi er hér að neðan að finna leiðir til að kynna sér styrkleikakortin og styrkleikana.

Við leggjum til að kennari fari í markvissa vinnu yfir ákveðið tímabil þar sem orðin eru kynnt eitt af öðru.

Athugið að æfingarnar hér neðan eru ekki nákvæmlega þær sömu og koma fram í
Ferðalaginu. Þessar leiðir henta sérstaklega vel fyrir kennslu og stærri hópa.

KORT Á DAG KEMUR SKAPINU Í LAG

Farið er yfir eitt til tvö styrkleikakort á dag í tímum. Þá er til dæmis hægt að hvetja þátttakendur, eitt barn eða fleiri, að nota orðið í setningum. Einnig væri hægt að skrifa sögur þar sem orðin koma fram eða taka dæmi um hvenær styrkleikarnir nýtast vel.

7 TIL 10 STYRKLEIKAR

Lögð er fyrir heimavinna þar sem þátttakandinn þarf að kynna sér 7-10 orð þessa vikuna. Því næst fer  kennarinn eða leiðbeinandinn yfir hvert orð vikunnar í tíma eða næst þegar hópurinn hittist. Í næstu viku eru lögð önnur 7-10 orð fyrir og svo framvegis þar til búið er að fara yfir öll orðin.

Fiverr Jakobari 19 new_edited.jpg
Tilnefningamerking.png

PÚSLAÐFERÐ

Beitt er púslaðferð þar sem þátttakendum er t.d. skipt í fimm hópa með sex þátttakendum. Hver hópur fær 6 orð til að kynna sér og verða sérfræðingar í. Eftir að þátttakendur eru orðnir sérfræðingar í sínum orðum (skilja og kunna þau vel) þá mynda nemendurnir fimm nýja hópa og kynna orðin sem þau eru sérfræðingar í fyrir meðlimum nýja hópsins. Að því loknu hafa hafa nemendur fengið kynningu á 30 orðum.

ÞAÐ SEM BARNIÐ SKILUR EKKI

Forsida_thelastone.jpg

Þátttakandinn fær með sér heim lista af öllum orðunum. Því næst fer hann yfir listann og merkir við þau orð sem hann skilur ekki. Því næst skilar hann listanum til kennarans. 

Í framhaldinu gæti leiðbeinandinn eða kennarinn sett þátttakandanum að læra ákveðin orð eða fara yfir x mörg orð á dag sem það þekkir ekki. Einnig væri hægt að bera listana saman og sjá hvort að einhver orðanna séu sérstaklega erfið. Taka síðan þau orð fyrir í tíma eða næst þegar hópurinn hittist.

Styrkleiakkort-hruga2.png

SÝNISHORN AF

STYRKLEIKAKORTUNUM

Styrkleikakortin eru sérstaklega hönnuð með börn í huga. Til þess að auðvelda barninu að skilja kortin eru útskýringar á hverjum styrkleika fyrir sig og auk þess er hann notaður í setningu. Til gamans fylgir einnig tilvitnun eða spakmæli sem mætti tengja við styrkleikann. Að lokum eru einnig orð sem líkjast styrkleikanum og auðveldar skilning.

Hér að neðan er dæmi um styrkleikakort

1080x1080-styrkleikakortin234567.jpg
1080x1080-styrkleikakortin23456.jpg
1080x1080-styrkleikakortin23.jpg
1080x1080-styrkleikakortin2.jpg
1080x1080-styrkleikakortin-félgasfærni.jpg
bottom of page