SKILMÁLAR
1. Almennt um skilmála þessa
Hér er að finna viðskiptaskilmála sem gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.afolluhjarta.is. Skilmálar skilgreina réttindi og skyldur Af öllu hjarta ehf. (kt 510221-218, Lindaragata 27, 101 Reykjavík, vsk númer: 140235) annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hinsvegar. Kaupandi er sá aðili sem er aðili samnings sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera orðinn16 ára til að versla í vefverslun Af öllu hjarta ehf.
Skilmálar þessir teljast samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.
2. Persónuupplýsingar
Á vef Af öllu hjarta ehf. er hægt að finna persónuverndarstefnu félagsins. Í persónuverndarstefnunni kemur fram hvernig Af öllu hjarta safnar, nýtir og vinnur úr persónuupplýsingum. Einnig er þar að finna upplýsingar hvernig við geymum persónuupplýsingar og hvernig er hægt að fá þær fjarlægðar. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna í heildsinni hér.
3. Verð, verðbreytingar og upplýsingar um verðstefnu
Verð á vefsvæði Af öllu hjarta ehf. (www.afolluhjarta.is) eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Af öllu hjarta EHF. áskilur sér rétt til þess að breyta verðum á vörum án fyrirvara eða án sérstakar tilkynninga. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Kaupandi getur ávallt séð heildarverð pantana í loka skrefi kaupferils.
4. Greiðsla
Hægt er að inna greiðslu af hendi með eftirfarandi möguleikum: Kredit- eða debetkorti, eða bankamillifærslu. Rapyd sjá um að meðhöndla allar greiðslur sem fara fram í gegnum greiðslusíðu Af öllu hjarta ehf. með kredit- eða debetkortum.
Hafi kaupandi vilja til að greiða með millifærslu þá þarf kaupandi að millifæra yfir á reikning Af öllu hjarta ehf. og setja í tilvísun númer á pöntun. Því næst myndi aðili hjá Af öllu hjarta staðfesta millifærsluna og eftir það þá fyrst færi í stað ferlið er tengist afhendingu vörunnar. Senda þarf kvittun eða staðfestingu í netfangið hallo@afolluhjarta.is þegar greitt er með millifærslu.
Ef millifærsla hentar best þá vinsamlega leggið inná reikning:
Af öllu hjarta ehf.
Kennitala: 510221-1090
Reikningsnúmer: 0370-26-510227
5. Útlit á vörum
Við leggjum okkur fram við að sýna vörur okkar í réttu ljósi. Það er þó þannig að í einstaka tilvikum erum við með tölvugerðar myndir af vörunum (þær eru ekki enn komnar úr prentun) og þá getur verið erfitt að lofa um nákvæmt útlit varanna. Alltaf er tekið fram á heimasíðunni ef um tölvugerða mynd er að ræða. Tölvugerðar myndir eru því sýndar með þeim tæknilegum takmörkunum og fyrirvara að raun vörurnar gætu litið öðruvísi út en á myndunum.
6. Pöntun
Pöntun er bindandi þegar hún er staðfest í kaupferlinu. Með staðfestri pöntun staðfestir kaupandi að hafa lesið og samþykkt persónuverndarstefnu Af öllu hjarta ehf. og skilmála þessa. Af öllu hjarta ehf. er þá skuldbundið til að afgreiða pöntun kaupanda og sendir kaupanda staðfestingu með tölvupóst. Kaupanda er bent á að kynna sér staðfestingu á pöntun þegar hún berst og láta vita um leið ef eitthvað er ekki eins og fyrirhuguð pöntun átti að vera.
Af öllu harta ehf. áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir að hluta eða í heild ef að vara er uppseld, skemmd eða gölluð.
7. Afhending
Í kaupferlinu velur kaupandi sér afhendingarleið. Af öllu hjarta leggur sig fram um að afhenda vöru á réttum tíma til kaupanda. Ef vara er keypt í forsölu er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær vara sé afhend en kaupandi verður látinn vita þegar nýjar upplýsingar um vöruafhendingu berast Af öllu hjarta. Ef afhending á vöru seinkar mun Af öllu hjarta ehf. tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær megi áætla að vara verði afhending (þó með þeim fyrirvara að Af öllu hjarta hafi þær upplýsingar).
Ef kaupandi velur að senda með póstinum á landsbyggðina þá reynum við eftir fremstu megni að senda heim. Í töluvert mörgum tilvikum býður pósturinn þó ekki upp á það og þá mun pósturinn fara á pósthús í staðinn. Greitt er sama verð fyrri bæði.
Ef óskað er eftir því að sækja vöru í vöruhús sem Af öllu hjarta ehf. notar hverju sinni, þá er geymslutími eftir að vara var keypt og til í vöruhúsi að hámarki 2 vikur. Ef óskað er eftir því að geyma vöru lengur en það þá er krafist mánaðarlegs geymslugjalds sem er 500 kr. á mánuði. Fyrrnefnt geymslugjald leggst á einstaka vörur en ekki pöntun sem slíka (sem dæmi ef 3 vörur er í pöntun þá væri geymslugjaldið 1500 kr.). Í augnablikinu er ekki í boði að sækja á vöruhús.
Af öllu hjarta ehf. afhendir aðeins vörur innanlands.
8. Yfirferð á vöru
Eftir að kaupandi hefur fengið pöntunina í hendurnar eða móttekið hana rafrænt þarf hann að athuga hvort að hún sé í samræmi við pöntun, pönuntarstaðfestingu og reikning. Kaupandi skal einnig athuga hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu ógallaðar og samkvæmt vörulýsingu.
Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi athugað vöruna 30 dögum eftir afhendingu hennar. Ef kaupandi telur vöruna ekki í samræmi við vörulýsingu þá þarf kaupandi að hafa samband við Af öllu hjarta ehf. með því að senda tölvupóst á hallo@afolluhjarta.is.
Eftir að tilkynning hefur borist þá áskilur Af öllu hjarta ehf. sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda um að varan sé ekki eins umrædd vörulýsing og/eða pöntun.
9. Gölluð vara
Ef varan reynist gölluð og það hefur verið staðfest af Af öllu hjarta ehf. þá er Af öllu hjarta skylt að bjóða kaupanda nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu á kaupum. Hvaða leið er valin hverju sinni fer eftir aðstæðum og atvikum.
Tilkynna þarf um galla helst um leið en ekki síður en 2 mánuðum eftir að galli uppgötvast,. Réttur kaupanda að fá gallann bættan er í samræmi við neytendalög nr. 48/2003.
Ef skemmdir hafa verið gerðir á öðrum hlutum vörunnar eða aukahlutum (þ.e. skemmdir ótengt gallanum) þá fríar Af öllu hjarta ehf. sér allri ábyrgð.
10. Skilaréttur
Kaupandi getur skilað vöru til Af öllu hjarta ehf. innan 14 daga ef varan er ónotuð, í upprunalegu ástandi, merkt og í upprunualegu umbúðunum. Ef fyrrnefnd skilyrði eru uppfyllt að fullu þá er hægt að fá skipt yfir í aðra vöru, inneignarnótu eða endurgreiðslu.
Reikningur eða kvittun fyrir kaupunum eru skilyrði fyrir vöruskilum. Einnig þarf varan og allir aukahlutir að fylgja með vörunni.
Hægt er að senda vöruna aftur í vöruhús eða hafa samband við hallo@afolluhjarta.is til að fá frekari upplýsingar um hvernig sé best að skila vörunni.
Athugið að flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og ber kaupandi að taka á sig allan kostnað ef hann ákveður að skila vörunni þannig.
11. Eignaréttur
Seldar vörur eru eign Af öllu hjarta ehf. þar til að kaup hafa verið greidd að fullu.
12. Breyting á skilmálum
Af öllu hjarta ehf. gefur sér fullan rétt að breyta skilmálum þessum, sem og persónuverndarstefnu félagsins án fyrirvara. Tilkynnt skal kaupendum það með birtingu á vefsíðu Af öllu hjarta ehf. eða á tölvupóstlista Af öllu hjarta ehf.
Litið er á að kaupandi samþykkir breytinguna ef hann kaupir vöru(r) eða þjónustu eftir að tilkynning hefur verið send út.
13. Úrlausn vafamála eða ágreinings
Ávalt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldasta hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.
14. Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá 1.júní 2023